UMHVERFISVÆNT LAXELDI

Tilgangurinn með vefsíðunni Íslandslax er að gera upplýsingar og staðreyndir um laxeldi aðgengilegar.  Síðan er í stöðugri þróun og markmiðið er að veita notendum upplýsingar sem byggja á vísindalegum staðreyndum.

Laxeldi er umhverfisvænasta próteinframleiðsla til manneldis sem á sér stað í öllum matvælaiðnaði. Þegar litið er á kolefnisbrennslu á hvert ræktað kíló og þörfina fyrir notkun ferskvatns við framleiðsluna er eldi á laxi í sjókvíum mun umhverfisvænna en ræktun landdýra. Hvert nýtilegt kíló af ræktuðum laxi inniheldur meira prótein en ræktuð landdýr auk þess sem nýtanlegt hlutfall er margfalt meira á laxi en nokkru landdýri eða um 60%.

Sameinuðu þjóðirnar leggja aukna áherslu á fiskeldi í þeim tilgangi að mæta gríðarlegri mannfjölgun á næstu áratugum og þeirri fæðuþörf sem hún skapar. Við strendur Íslands eru víða góðar aðstæður til fiskeldis og hefur landið verið skilgreint sem eitt af bestu svæðum heims til laxeldis í sjókvíum meðal annars vegna hitastigs sjávar við strendur landsins. Norðmenn, Færeyingar, Skotar, Írar og Kanadamenn hafa þróað umfangsmikið laxeldi síðustu áratugi og fundið leiðir til að byggja upp laxeldi í góðri sátt við umhverfi og samfélag.

Hafið er akur framtíðarinnar

Hafið þekur 70% af yfirborði jarðar en matvælaframleiðsla á sér að mestu á stað á landi sem þekur aðeins 30% af yfirborði jarðar. Sameinuðu þjóðirnar leggja aukna áherslu á fiskeldi og mikilvægi þess að nýta hafið sem akur framtíðarinnar til að mæta gríðarlegri mannfjölgun á næstu áratugum og þeirri fæðuþörf sem hún skapar. Við strendur Íslands eru víða góðar aðstæður til sjókvíeldis og hefur landið verið skilgreint sem eitt af bestu svæðum heims til sjókvíeldis meðal annars vegna hitastigs sjávar við strendur landsins. Norðmenn, Færeyingar, Skotar, Írar og Kanadamenn hafa þróað umfangsmikið sjókvíeldi síðusta áratug og stöðug þróun á sér stað í að byggja upp sjókvíeldi í góðri sátt við umhverfi og samfélag.

Eftirspurn eftir fiski hefur aukist verulega á síðustu árum og víða blasir við vandi ofveiða síðustu áratuga. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að fiskeldi er vaxandi grein sem þróast hratt. Vegna mikilvægi fiskeldisbúskapsins hafa orðið byltingakenndar breytingar á þróun búnaðar og tekist hefur að þróa aðferðir til minnka líkur á sjúkdómum og sporna við útbreiðslu þeirra.

Sjálfbær þróun

Sjálfbær þróun uppfyllir þarfir samtímans án þess að tefla í tvísýnu möguleikum komandi kynslóða til að mæta eigin þörfum. Hugtakið „sjálfbærni“ varð til hjá Heimsnefnd Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál og þróun. Það var fyrst skilgreind árið 1987.  Með sjálfbærri þróun er lögð áhersla á umhverfislegar, félagslegar og efnahagslegar aðstæður og reynt að leita jafnvægis milli þessara þriggja þátta.