Almennt um laxeldi

Starfsemi fiskeldisstöðva

Fiskeldi er oft notað sem samheiti yfir enska orðið aquaculture, þó í raun eigi það betur við eitt form þess (e. fish farming). Þó er samkvæmt íslenskum lögum fiskeldi skilgreint sem geymsla, gæsla og fóðrun vatnafiska, annarra vatnadýra og nytjastofna sjávar, klak- og seiðaeldi, hvort sem er í söltu eða ósöltu vatni.

Menn hafa alið vatnadýr frá örófi alda, þar með talið fiska, lindýr, krabbadýr og plöntur. Árið 2006 var heildarframleiðsla í heiminum (veiddur afli og ræktaður, að plöntum undanskildum) um 140 milljón tonn, og þar af stendur fiskeldi undir um 35% framleiðslunnar. Ef aðeins er skoðaður sá hluti  sem fer beint til manneldis, breytist  hlutfallið í hátt í 50% Mikil aukning hefur átt sér stað í fiskeldi í heiminum og eru eldisafurðir nú algengar og áberandi á alþjóðlegum mörkuðum. Eldisafurðir eru í beinni samkeppni við afurðir frá hefðbundnum fiskveiðum.

Laxastofninn sem notaður er á íslandi er svokallaður “Saga stofn” sem var fluttur til Íslands fyrir tæpum 20 árum. Laxinn er að sjálfsögðu ekki genabreyttur en eins og við matvælaframleiðslu almennt eru stundaðar kynbætur laxi. Það sama er einnig gert í langflestum laxveiðiám á Íslandi þar sem menn velja stærri laxa í kassa fyrir seiðaframleiðslu ánna. Allir veiðimenn kannast við þessa kassa.

Myndi sýnir eldisferlið.

Laxaeldiskvíar verða að vera nægjanlega stórar svo að laxinn geti synt um og hegðað sér eins eðlilega og kostur er. Reglur gera ráð fyrir því að búr verði að búa yfir 97,5% vatni til að veita laxinum góð vaxtarskilyrði og fyrirtaks aðbúnað. Bannað er að hafa skarpar brúnir og nota beitt efni sem gætu skaðað fiskinn. Búrin verða að vera hönnuð þannig að þau gefi fiskinum bestu mögulegu vernd gegn árásum frá öðrum dýrum.

Fiskur, búnaður og framleiðslueiningar eru yfirfarnar daglega. Starfsfólk á staðnum framkvæmir viðbótareftirlit áður og eftir stormviðri og þegar óveðri er spáð. Yfirfara þarf viðvörunarbúnað á starfsstöðvunum eigi sjaldnar en vikulega.

Á Íslandi eru einar bestu aðstæður í heiminum til ræktunnar á laxi í sjó vegna hagstæðs hitastigs sjávar í fjörðum og flóum landsins. �

Megnið af laxi eða um 70% af heildar markaðnum er fiskur sem er ræktaður í söltum sjó í fjörðum og flóum þar sem aðstæður eru þykja góðar.   Laxabúskapur er blómlegastur í fjörðum Noregs, Chile, við strendur Skotlands og í Kanada.  Víða við Íslandsstrendur eru góðar aðstæður fyrir laxaræktun meðal annars vegna ákjósanlegs hitastigs sjávar.

Er heilbrigði eldislaxa gott?

Íslenskir eldislaxar eru yfirleitt heilbrigðir. Lax er talinn ein af heilbrigðustu dýrategundum á Íslandi, þó að enn séu áskoranir sem verður að takast á við. Í samanburði við mörg önnur lönd býr eldisfiskur á Íslandi að öllu jöfnu við gott heilbrigði.

 1. Umfjöllun um bætt heilsufar með aukinni þekkingu á sjúkdómum og viðbrögðum við þeim auk bólusetningar gegn algengum sýkingum sem nú heyra sögunni til.
 2. Hvernig hefur tekist að sporna við laxalús og öðrum sjúkdómum sem hafði meiri áhrif á ræktunina fyrir 10 árum en hún gerir í dag. Minni áhætta en áður vegna minni hættu á sjúkdómum.
 3. Áhættuminnsta ræktun í hafinu sem þekur 70% af yfirborði jarðar.
 4. Skaðleg áhrif af erfðablöndun hefur ekki verið staðfest.
 5. Laxastofnar sem orðið hafa erfðablöndun sýna ekki merki um minni lífþrótt.
 6. Sterkt náttúrulegt úrval (yfir 99%) hamlar að stök erfðablöndun berist milli kynslóða.
 7. Auknar kröfur um búnað og verklag hafa dregið stórleg úr slysasleppingum í Noregi.
 8. Langtímarannsóknir munu kortlegga hvort og hvernig erfðablöndun skaðar stofn.
 9. Mikilvægt að fyrirbyggja slysasleppingar með öllum tiltækum ráðum
 10. laxalús og sjúkdómar frá laxeldi munu ekki valda skaða á villtum laxastofna.
 11. Kynslóðaskipt eldi og kaldur sjór munu fyrirbyggja að laxalús aukist á eldissvæðum.
 12. Engir veirusjúkdómar finnast í eldislaxi á Íslandi.
 13. Bólusetning gegn barkeríusjúkdómum fyrirbyggir að eldislax sýkist.

Streita

Streita hefur neikvæð áhrif á heilbrigði fiska og dregur úr getu laxa til að verjast sýkingum. Slæmt veður, breyttar venjur, laxalýs, slæmar umhverfisaðstæður og flutningar geta valdið öllum fiski streitu. Fiskiræktarfólk verður að taka tillit til heilbrigðis fiska við framleiðsluna, þ.m.t. við fóðurgjöf og undaneldi.

Tæknilegar lausnir

Fiskeldisiðnaðurinn hefur fjárfest gríðarlega í þróun í þeim tilgangi að hafa betri áhrif á heilbrigði fiska. Einnig hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram til að leita nýrra leiða til að verjast laxalúsum.

Slátrun eldislax

Miklar kröfur eru gerðar til sláturferlis sem tryggir að óhætt sé að borða laxinn, án þess að valda fiskinum ónauðsynlegu álagi og sársauka. Lax er geymdur í kvíum meðan hann bíður þess að verða slátrað. Fiskurinn er deyfður, bæði til að forðast ónauðsynlega þjáningu og vegna þess að streita gefur haft áhrif á gæði fullunninnar vöru. Þetta er gert með í höggi á höfuðið eða rafmagnsdeyfingu. Þessar aðferðir eru bestar með velferð fisksins í huga. Fiskurinn er síðan deyddur eins fljótt og auðið er.

Kröfur viðvíkjandi sláturferlinu

Reglugerðir mæla fyrir um að sláturhús noti siðferðilega verjanlegar deyfingar og drápsaðferðir. Deyða skal fiskinn þegar í stað eða halda honum meðvitundarlausum uns hann er deyddur. Fiskurinn mun ekki þjást, finna fyrir ótta eða óþægindum eins lengi og deyfingin virkar. Einnig eru kröfur um hollustuhætti til staðar. Gæði fullunninnar vöru skerðast ekki þó að slátur fari fram í sláturhúsum á landi eða á báti.

Flutningur á laxi

Við flutninga á eldislaxi þarf að hafa heilbrigði fisks, umhverfi og matvælaöryggi til hliðsjónar. Flutningur á lifandi fiski um langa leið er gerður í sérstökum skipum sem kallast brunnbátar (e. well boats). Brunnbátar flytja lax milli eldisstöðva eða í sláturhús. Hafa má brunninn opinn eða lokaðan, með hliðsjón af umfangi sjúkdómsvaldandi lífvera í vatninu og því hvort fiskurinn beri einhverja sjúkdóma. Með lokuðum brunnum er tekið fyrir að sýkingar berist í vatnið og öfugt.

Flutningar á unnum sjávarafurðum

Reglur eru til staðar fyrir flutninga á unnum sjávarafurðum til neytenda um allan heim. Mikilvægt er að matvælin komist ekki í tæri við mismunandi hitastig eða aðra þætti sem geta haft áhrif á gæði afurðanna. Laxi er pakkað í ís í kældum flutningsílátum til að tryggja að hitastigið fari ekki yfir fjögur stig í flutningi.

Vatnsgæði

Vatnsgæði eru mikilvæg fyrir heilbrigði fiska. Fiskeldisstöðvar eru hannaðar og þeim viðhaldið til að tryggja að stöðugt og óheft flæði ferskvatns fari um kvíarnar.
Reglulega er fylgst með mettun súrefnis, hita og seltu til að tryggja hámarks vatnsgæði.

Laxafóður

Laxafóður er næringarríkt og mjög mikilvægt fyrir velferð fisksins. Fóðrið er aðlagað samkvæmt aldri fisksins, þróunarstigi hans, þyngd, sálfræði og hegðun. Lax fær fóður daglega þegar hann nær ákveðinni stærð. Fóðrinu er dreift þannig að fiskurinn fái stöðugt flæði fæðu án þess að fá of mikið í einu.

Eftirlit með heilbrigði

Gott eftirlit með sýkingu og hreinlæti er nauðsynlegt fyrir velferð laxa.
Fiskeldisstöðvar verða að grípa til ákveðinna aðgerða til að tryggja viðundandi eftirlit með sýkingum. Stöðvarnar sæta eftirliti eigi sjaldnar en sex sinnum á ári og líffræðingar, sem eru sérfræðingar í heilbrigði fiska, heimsækja þær tvisvar á ári.

Hvíla verður stöðvar reglulega til að draga úr sýkingarhættu. Í kjölfar hvers framleiðsluferlis verður að hvíla stöðina í tvo mánuði hið minnsta til að forðast útbreiðslu sjúkdóma. Búnaður, framleiðslueiningar og annar vinnutengdur búnaður er einnig hreinsaður reglulega til að forðast útbreiðslu sýkinga.

Eru mengunarefni í eldislaxi?

Mikið af því fæði sem við neytum inniheldur lítið hlutfall mengunarefna og er eldislax engin undantekning. Hins vegar vegur ávinningurinn af fiskneyslu mun þyngra en óveruleg áhætta sem stafar af núverandi magni mengunarvalda og annarra þekktra aðskotaefna. Eldislax inniheldur minni mengunarefni en feitur villtur fiskur.

Helstu mengunarefnin í villtum og eldisfiski eru PCB, díoxín og kvikasilfur og innbyrðir lax þessi efni í gegnum fóður. Hlutfallið sem fannst í eldislaxi hefur lækkað og er minna en í villtum laxi, þökk sé aukinni notkun innihaldsefna úr jurtaríkinu í fóðrinu. Í dag inniheldur eldislax minna af aðskotaefnum en feitur villtur fiskur. Hlutfall PCB, díoxíns og kvikasilfurs í eldis- og villtum fiski er ekki skaðlegt, jafnvel ekki fyrir þá sem borða fisk reglulega.