Eftirlit

Umsjón og eftirlit

Í laxeldinu er stöðugt verið að fylgjast með fiskunum með háþróuðum myndavélabúnaði sem gera starfsmönnum kleift að hafa eftirlit með; fóðrun, vexti, þroska, öryggi og ástand kvía. Laxalúsatalning á sér reglulega stað. Tilkynnt er um fjölda lúsa til opinbera eftirlitsaðila og gripið til viðeigandi aðgerða í samráði og með sérstöku leyfi þeirra. Hér má sjá frétt RÚV sem endurspeglar vel háþróað eftirlit með laxeldinu.

Stöðugt eftirlit er með laxakvíunum sem eru búnar áþróuðum myndavélabúnaði.

Umhverfisvottanir

Margs konar vottunarstaðlar eru viðeigandi í laxeldi. Til að fá vottanir þurfa laxeldisstöðvar að uppfylla margs konar kröfur sem settar hafa verið. Eftirfarandi eru sum af þekktustu umhverfismerkjunum:

Laxeldi verður að uppfylla afar ströng skilyrði sem varða umhverfismál og vistkerfi, velferð dýra, matvælaöryggi og heilbrigði, og öryggi starfsfólks. Það nær yfir allt framleiðsluferlið frá ræktun seiða til undaneldis og afhendingaraðila fóðurs til eldis, slátrunar og vinnslu. Til að fá vottun þurfa eldisfyrirtæki að framkvæma eigin eftirlitsúttekt á hverju ári og sæta eftirliti opinbera aðila.

Losanir frá fiskeldi

Djúpir firðir og norðlægir straumar einkenna íslensku strandlengjuna og leggja þeir sitt af mörkum til stöðugra vatnsskipta. Losanir næringarefna og lífrænna efna frá laxeldi teljast ekki vera umhverfisvandamál og umhverfisleg áhrif þeirra eru afar lítil og afturkræf.

Í fiskeldi eins og í allri annari ræktun á sér stað losun á lífrænum efnum og næringarefnum. Þessar losanir geta haft neikvæð áhrif á umhverfið ef ekki er gætt að því að framleiðslugeta landsvæðisins sé í samræmi við það sem umhverfið ræður við. Á Íslandi eru miklar kröfur gerðar til umhverfismála og við njótum þess að búa yfir miklu land- og hafssvæði þar sem mikil hreyfing hafstrauma á sér stað og því eru aðstæður hér til fiskeldis einar þær bestu í heimi.

Umhverfiseftirlit

Í umsóknarferli fyrir rekstarleyfi fiskeldis á Íslandi eru gríðarlegar kröfur gerðar til umhverfismála á ræktunarsvæðinu.

Fiskeldisfyrirtækjum ber skylda til að framkvæma reglulegar kannanir til að staðfesta að umhverfisaðstæður séu fullnægjandi og í samræmi við þá staðla sem hér eru í gildi. Prófanirnar fela meðal annars í sér rannsóknir á hafsbotni og dýrum sem búa í botnfallinu. Niðurstöður rannsóknanna eru notaðar til að meta hve mikil áhrif fiskeldið hefur á hafsbotninn.

Með einni eftirlitsúttekt er framleiðslusvæði stöðvarinnar kortlagt, með annarri eru áhrif umbreytingarsvæðisins kortlögð. Framleiðslugetan er aðlöguð samkvæmt niðurstöðunum til að tryggja að ekki sé farið fram yfir framleiðslugetu svæðisins.