Heilsufar

Hvað er laxalús?

Eðlileg búsvæði laxalúsa (lepeophtheirus salmonis) eru í saltvatni á norðurhveli jarðar. Þær eru algeng sníkjudýr í öllum laxi og skapa meiriháttar áskoranir fyrir eldið. Laxalýs búa og fjölga sér á laxi og urriða í saltvatni.

Laxalús er lítið krabbadýr sem þróast í átta skrefum. Á upphafsstiginu flæða lýsnar hindrunarlaust í vatninu og geta breitt úr sér yfir stórt svæði. Þegar þær tengjast hýsli (fiski) byrja þær að vaxa og verða á endanum æxlunarhæfar og fullvaxta lýs. Laxalýs búa og fjölga sér á laxi og urriða í saltvatni. Lús finnst bæði á laxfiski og urriða við strandlengjunni, allt árið um kring. Þær fylgja villtum laxi þegar hann syndir frá hafi til fjarða á vorin og upp árnar þar sem hann hrygnir. Þegar fiskur syndir upp árnar hrynja lýsnar hins vegar af honum.

Mikill fjöldi laxalúsa getur verið alvarleg áskorun bæði fyrir eldislax og villtan lax. Lýsnar búa til sár sem valda sýkingu og skaða á saltjafnvægi fisksins. Laxalýs hafa ekki áhrif á gæði laxins og eru engin ógn við fæðuöryggi. Í öllu laxeldi er mikilvægt að fylgjast vel með lúsinni og bregðast við henni með viðeigandi aðgerðum. Hitastig sjávar við strendur Íslands gerir það að verkum að hér er minni lús en víðast annarsstaðar í laxeldi.

Eins og mörg önnur lús í náttúrunni er hún líkleg til að láta á sér kræla á vorin þegar hitastig sjávar hækkar. Með sambærilegum hætti og tré og garðar eru úðaðir á vorin til að koma í veg fyrir útbreiðslu lúsu er líklegt að bregðast þurfi við laxalús á vorin. Aðeins er brugðist við lús þar og ef hún kemur upp og engar aðgerðir eiga sé stað í kvíum þar sem engin eða lítil lús finnst.

Aðgerðir

Laxeldi hefur mikil þróun átt sér stað til að hafa stjórn á fjölda lúsa. Sérstök áskorun felst í að lýsnar hafa þróað mótstöðu gegn ákveðnum aðgerðum. Stöðugt eru þróaðar nýjar leiðir gegn lúsinni og fjölgun hennar. Hér eru nokkur dæmi um aðgerðir sem notaðar eru í laxeldi gegn laxalús:

  • Böðunarmeðferð með viðurkenndum lyfjum.
  • Sérstakt fóður sem styrkir slímið sem ver laxinn gegn lúsinni.
  • Lag á efri 5–10 metrum varnarkants búrsins til að koma í veg fyrir að lýsnar nái að festa sig við fiskinn.
  • Dreifing hreinsifiska sem éta lýs.
  • Lýs fjarlægðar með skolun. Volgt vatn eða ferskvatn sem veldur því að lýsnar detta af
  • Slöngunet sem halda fiskinum neðar en lýsnar halda sig jafnan.
  • Leysibúnaður sem hreinsar lýsnar af laxinum.
  • Sérstök meðferð við fóðrun.

Bólusetning

Allur lax er bólusettur. Nútíma bóluefni hafa almennt góða vörn gegn helstu bakteríusýkingum í laxi. Þakka má bólusetningu að sjúkdómum sem áður fyrr ollu hárri dánartíðni, eins og til dæmis kýlaveiki, vibríuveiki og hitraveiki (kuldavibríuveiki), er nú haldið í skefjum. Varnir gegn veirusjúkdómum eru meira krefjandi. Hliðarverkanir bólusetningar valda afar sjaldan heilbrigðisvanda fyrir fiska nú til dags þar sem bóluefni hafa orðið betri og skammtar sem sprautað er í fiska eru minni en áður.

Sýklalyf í löxum

Sýklalyfjameðferðir í laxaframleiðslu tíðkast ekki á Íslandi og engin þörf hefur verið á slíkri meðferð á síðustu árum. Saga nútíma fiskeldis á Íslandi er afar stutt og mikilvægt að greinin geti brugðist hratt við hugsanlegum sjúkdómum.

Hvernig er meðferð á eldislaxi?

Reglur tryggja að hugsað sé um velferð eldislax í landinu. Gott heilbrigði fiska tryggja hámarks gæði fullunninna afurða. Velferð laxa verður fyrir áhrifum af þáttum eins og næringu, félagslegum aðstæðum, meðhöndlun, flutningum og meðferð við hugsanlegum sjúkdómum. Fiskeldisstöðvar bera ábyrgð samkvæmt lögum að tryggt sé að rekstur þeirra stuðli að heilbrigði laxa.