Þróun

Vaxandir ræktun sjávarafurða

Fiskeldi er samheiti yfir enska orðið aquaculture. Fiskeldi er vaxandi ræktun um víða veröld enda þekur sjórinn 72% af yfirborði jarðar en megnið af matvælum og þeirri næringu sem framleiddar eru fyrir íbúa jarðarinnar er á landi sem þekur aðeins 28% jarðarinnar.

Menn hafa alið vatnadýr frá örófi alda, þar með talið fiska, lindýr, krabbadýr og plöntur. Árið 2006 var heildarframleiðsla í heiminum (veiddur afli og ræktaður, að plöntum undanskildum) um 140 milljón tonn, og þar af stendur fiskeldi undir um 35% framleiðslunnar. Ef aðeins er skoðaður sá hluti  sem fer beint til manneldis, breytist hlutfallið og er nú orðið meira en helmingurinn af öllu fiskemeti á markaðnum.

Hlutdeild fiskeldis í heiminum stækkar hratt og eru eldisafurðir nú algengar á alþjóðlegum mörkuðum. Eldisafurðir eru í beinni samkeppni við afurðir frá hefðbundnum fiskveiðum. Fiskeldi skapar nú stærra hlutfall sjávarafurða en veiðar á villtum fiskitegundum. Flest bendir til þess að þróun fiskieldis muni aukast áfram og hlutfall ræktaðra sjávarafurða verði 70 prósent af markaðnum árið 2030.

Megnið af fæðu jarðar eru ræktuð landdýr; kjúklingar, svín og klaufdýr. Aðeins 4% af framleiddum matvælum kemur úr sjónum sem þekur 72% af yfirborði jarðar. Mikilvægt framtíðarmarkmið er að nýta sjóinn betur sem ræktunarsvæði til að mæta þeirri gríðarlegu fólksfjölgun sem framundan er. Til framtíðar er ræktun matvæla á hafi úti alltaf að verði mikilvægari og nú stöndum við á þeim merku tímamótum að meira magn ræktaðra sjávarafurða er á markaðnum en veiddum fiski.

Það er mikilvægt fyrir sjávarútvegsþjóð eins og okkur íslendinga að verða ekki eftirbátar í þeirri hröðu þróun sem sjávarútvegurinn gengur nú í gegnum í átt að auknu fiskeldi. Við getum við lært margt af frændum okkar í Færeyjum þar sem stór hluti þjóðarteknanna kemur nú úr farsælu fiskeldi þeirra.