Heilsa

Eldislax í kvöldmatinn

Laxinn telst vera ein af 10 næringaríkustu fæðutegundum jarðar vegna þess hversu próteinríkur, inniheldur mikið magn Omega-3 fitusýra en mikil hollustumeðvitund hefur skapast um mikilvægi þeirra fyrir líkama og sál. Laxinn innheldur auk þess fjölda hollra steinefna og fjölbreytta flóru
vítamína. Mikið magn steinefnisins selenium finnst í laxi sem er mikilvægt gegn beinþynningu og er talið geta dregið úr líkum á krabbameini.

Almennt er viðurkennt að gott sé að borða eina eða tvær máltíðir/skammta af feitum fiski, eins og laxi, urriða, síld og makríl, á viku. Skjalfest hefur verið að fiskur getur veitt vörn gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Fiskur hefur jafnframt jákvæð áhrif á þróun miðtaugakerfisins í fóstrum og ungbörnum.

Lax er mikilvægur matfiskur

Niðurstöður mælinga benda til þess að íslenskur eldisfiskur innihaldi um 1/10 af gildandi mörkum  fyrir díoxín í fiski og jafnast hann á við eldisfisk sem hefur lægsta þekkta innihald af díoxín og díoxínlíkum PCB- efnum í N – Ameríku, Evrópu og Chile. Þessi greining sýnir að gæði eldisafurða frá Íslandi eru mikil og uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til fæðu manna.

Jafnframt hafa manneldisstofnanir og heilbrigðisyfirvöld hvatt fólk til að neyta meira af fiski. Hér er hægt að sjá í heild skýrsluna. Lax er vinsæll matfiskur og er talinn hollur vegna þess að hann inniheldur mikið af Omega-3-fitusýrum. Hann er soðinn, steiktur og grillaður en einnig reyktur eða grafinn. Einnig er hann mjög vinsæll í sashimi og sushi.

Lax er einhver hollasta fæða sem völ er á og vaxandi hlutfall reglulegra neyslu þeirra sem eru meðvitaðir um heilsusamlegt líferni. Heilsusamlegt líferni er mikilvægt fyrir samfélagið og heilbrigðisrekstur þess. Dregur úr líkum á hjartasjúkdómum vegna omega-3 fitunnar. Inniheldur selenium sem er mikilvægt gegn beinþynningu og er talið geta dregið úr líkum á krabbameini. Mikið af Astaxanthin sem meðal annars lækkar kólesteról og styrkir taugakerfið, heilan og er húðinni mikilvægt.

Neysla á laxi hjálpar til við að skera niður aukakílóin. Eykur jákvætt flæði insolíns og getur minnkað fitusöfnun á magasvæði. Feitur fiskur hjálpar líkamanum að vinna gegn hverslags bólgum. Í bólgum má rekja upphafið af mörgum alvarlegum sjúkdómum sem verða til í bólgum líkamans þar sem varnarkerfið er veikt. Reglegu neysla á laxi veitir mikilvæg næringaefni gegn kvíða og þunglyndi. Styrkir heilann og minnkar líkur á aldurstengdu minnisvandamálum. Bragðgæði og fjölbreytni. Laxinn má matreiða með fjölbreyttum aðferðum án þess að tapamikilvægum næringaefnum hans. Megnið af laxi á markaðnum er ræktaður fiskur og útilokað er að hægt væri að mæta þeirri miklu eftispurn sem nú er eftir laxmeti nema með ræktun. Mikil vitundarvakning um mikilvægi fleirra næringaefna

Eldislax er hættulaus þunguðum konum

Þungaðar konur innbyrða ekki hættulegt magn mengunarefna við neyslu á eldislaxi.

Feitur fiskur hefur jákvæð áhrif á þróun fóstra og ungbarna. Í dag borða þungaðar konur ekki nægan fisk til að uppfylla þörf líkamans fyrir omega-3 fitusýrur. Feitur fiskur eins og lax hefur jákvæð áhrif á þróun miðtaugakerfisins í fóstrum og ungbörnum.

Árið 2014 birti Norska vísindanefndin um matvælaöryggi (VKM) heildarskýrslu sem staðfesti að engir, þ.m.t. vanfærar konum eða konur á barneignaraldri, verði fyrir váhrifum skaðlegs magns mengunarvalda við að snæða eldislax. Helstu mengunarefni í villtum- og eldislaxi eru PCB (fjölklórað bífenýl), díoxín og kvikasilfur. Samkvæmt VKM er óhætt að borða yfir eitt kílógramm af eldislaxi á viku án þess að eiga á hættu að innbyrða skaðlegt magn af þessum efnum.

Feitur fiskur er góður fyrir þróun fósturs. Í dag borða þungaðar konur almennt ekki nægan fisk til að uppfylla þörf líkamans fyrir omega-3 fitusýrur. Feitur fiskur eins og lax hefur jákvæð áhrif á þróun miðtaugakerfisins í fóstrum og ungbörnum. Því er þunguðum konum konum í brjóstagjöf ráðlagt að borða meiri fisk. VKM komst að þeirri niðurstöðu að ávinningurinn af laxneyslu sé svo mikill að hann vegi mun þyngra en óveruleg áhætta sem stafar af núverandi magni aðskotaefna í laxi.

Ný ráð fyrir þungaðar konur

Áður hafði VKM ráðlagt vanfærum konum og konum á barneignaraldri að takmarka inntekið magn af feitum fiski. Magn PCB, díoxíns og kvikasilfurs í eldislaxi hefur minnkað vegna þess að innihaldsefni úr jurtaríkinu hafa komið að nokkru leyti í stað fisklýsis í laxafóðri.