Hollusta og næring

Hversu mikilli omega-3 fitusýru býr eldislaxinn yfir?

Eldislax inniheldur mikið magn af omega-3 fitusýru sem er mikilvæg uppspretta fitusýru í fæðu okkar. Lax er góð uppspretta löngu, fjölómettuðu eikósapenten- og dókósahexenfitusýranna. Inntak af eikósapentensýru og dókósahexensýru er árangursríkari sem hluti fæðunnar en fæst með neyslu fæðubótarefni.

Omega-3 eikósapenten- og dókósahenxenfitusýrurnar eru mikilvægar fyrir heilbrigða og rétt samsetta fæðu. Reynslan sýnir að fitusýrur hafa jákvæð áhrif á blóðrauðastyrk, þroska barna, vitsmunaþroska og ónæmiskerfið. Megingjafi omega-3 fitusýra í fæðu okkar kemur frá fiski og öðrum sjávarafurðum. Nægjanlegt er að borða lax einu sinni á viku til að uppfylla þarfir líkamans fyrir omega-3 sýrurnar. 150 grömm af laxi innihalda 3,2 grömm af omega-3 (1,9 grömm af eikósapentensýru og dókósahenxensýru og 1,3 grömm af alfalínólensýru).

Lax er einhver hollasta fæða sem völ er á og vaxandi hlutfall reglulegra neyslu þeirra sem eru meðvitaðar um heilsusamlegt líferni. Heilsusamlegt líferni er mikilvægt fyrir samfélagið og heilbrigðisrekstur þess.

  1. Dregur úr líkum á hjartasjúkdómum vegna omega-3 fitunnar.
  2. Inniheldur selenium sem er mikilvægt gegn beinþynningu og er talið geta dregið úr líkum á krabbameini.
  3. Mikið af Astaxanthin sem meðal annars lækkar kólesteról og styrkir taugakerfið, heilan og er húðinni mikilvægt.
  4. Öflugur gegn aukakílóum. Neysla á laxi hjálpar til við að skera niður aukakílóin, minnkar matarlist og eykur jákvætt flæði insolins og getur minnkað fitusöfnun á magasvæði.
  5. Bólgueyðandi. Feitur fiskur hjálpar líkamanum að vinna gegn hverslags bólgum. Í bólgum má rekja upphafið af mörgum alvarlegum sjúkdómum sem verða til í bólgum líkamans þar sem varnarkerfið er veikt.
  6.  Verndar heilsu heilans. Reglegu neysla á laxi veitir mikilvæg næringaefni gegn kvíða og þunglyndi. Styrkir heilann og minnkar líkur á aldurstengdu minnisvandamálum.
  7. Bragðgæði og fjölbreytni. Laxinn má matreiða með fjölbreyttum aðferðum án þess að tapa mikilvægum næringaefnum hans..
  8. Megnið af laxi á markaðnum er ræktaður fiskur og útilokað er hægt væri að mæta þeirri miklu eftispurn sem nú er eftir laxmeti nema með ræktun.
  9. Einstaklega næringaríkur. Mikil vitundarvakning er um mikilvægi þeirra næringaefna sem laxinn inniheldur. Eftirspurn eftir laxinum hefum aukist og hann er orðinn hluti af reglulegu fæði hjá vaxandi hópi þeirra sem eru meðvitaðir um mikilvægi hollustunnar.
  10. Laxinn er ríkur af D-vítamíni. Of margir fá ekki nóg af D-vítamíni úr daglegri fæðu og aukning hefur orðið á beinþynningu og jafnvel beinkröm. Lítil neysla D-vítamíns er orðið eitt alvarlegasta heilsufarsvandamálið og því er gjarnan líkt við faraldur en viðmiðunatölur segja að fólk um allan heim mælist með um 1/10 af því D-vítamíni sem það þurfi á að halda.

Laxar framleiða sjálfir omega-3 fitusýru

Laxar hafa einstaka líffræðilega eiginleika og framleiða sjálfir omega-3 fitusýru.
Því er meiri omega-3 í laxakjöti en í fóðrinu sem þeir innbyrða. Samkvæmt NIFES getur lax breytt plöntuomega-3 í sjávaromega-3 sýru ef fóðri hans hafi verið blandað á réttan hátt.

Öruggar sjávarafurðir

Matvæliðnaðurinn sætir nákvæmu eftirliti og fylgjast margar stofnanir með honum til að tryggja matvælaöryggi. Margar ólíkar rannsóknir staðfesta hollustu eldislaxins.