Lífsstíll

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mæla með að við notum meiri fisk í fæðu okkar. Lax er auðmeltanlegur prótíngjafi og inniheldur mörg mikilvæg næringarefni. Í honum er mikið af omega-3 fitusýrum, prótíni, fituleysanlegum vítamínum eins og D-vítamíni, B12-vítamíni, A-vítamíni, joði og andoxunarefnum. Neysla á laxi hefur vaxið gríðarleg á síðustu árum eins og neysla á öllum fiskafurðum.

Vegna aukinnar fiskneyslu hefur verið gengið hart á ýmsar tegundir og víða blasir við vandi ofveiða síðustu áratuga. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að fiskeldi er vaxandi grein sem hefur þróast hratt. Vegna mikilvægi búskapsins hafa orðið byltingakenndar breytingar á þróun búnaðar og tekist hefur að þróa aðferðir til minnka líkur á sjúkdómum og sporna við útbreiðslu þeirra.