Samfélagið

Sjálfbærni, efnahagslegar og félagslegar aðstæður

Norsk rannsókn sýnir fram á að starfsemi sem tengist laxeldi hefur jákvæð áhrif á samfélög þar sem laxeldi á sér stað og hagkerfi þeirra þrátt fyrir nokkrar sveiflur í virðissköpun hafi hingað til verið einkennandi fyrir greinina.

Skattasporið

Skattaspor er tæki fyrir íslensk fyrirtæki til að sýna með einföldum hætti þær skattgreiðslur og gjöld sem fyrirtækið greiðir til samfélagsins. Um er að ræða stutta skýrslu sem getur gert almenningi grein fyrir því hvaða skatta og gjöld félagið er að greiða.

Þannig má útskýra eins flókinn hlut og skattamál á einfaldari hátt. Á árinu 2016 eru greiðslur í skattaspori Arnarlax um kr. 616 milljónir króna. Þegar litið er á heildarmyndina af sköttunum og gjöldum sem Arnarlax samstæða greiðir sést að stærsti hluti þess eru skattar starfsmanna. Viðbúið er að þetta breytist á komandi árum með vaxandi arðsemi af fjárfestingum félagins.

Uppbygging fiskeldis tekur langan tíma, kallar á miklar fjárfestingar og felur í sér mikinn kostnað í upphafi. Við slíkar aðstæður verður að horfa til lengri tíma en til skamms tíma safnast upp skattalegt tap af rekstri. Með auknum tekjum og hagnaði á komandi árum mun uppsafnað skattalegt tap nýtast í rekstri félagsins og að lokum skila sér í auknum skatttekjum til ríkisins. Sjá skýrslu PWC Arnarlax skattaspor 2016 – samstæðan lok.

 

Markmið Sameinuðu þjóðanna

Sameinuðu þjóðirnar leggja aukna áherslu á fiskeldi í þeim tilgangi að mæta gríðarlegri mannfjölgun á næstu áratugum og þeirri fæðuþörf sem hún skapar. Markmiðið er að eyða allri hungursneyð fyrir árið 2030. Við strendur Íslands eru víða góðar aðstæður til fiskeldis og hefur landið verið skilgreint sem eitt af bestu svæðum heims til laxaræktunnar meðal annars vegna hitastigs sjávar við strendur landsins. Nágrannar okkar Norðmenn, Færeyingar, Skotar, Írar og Kanadamenn hafa allir þróað umfangsmikið laxeldi síðustu áratugi og fundið leið til að byggja upp laxeldi í góðri sátt við umhverfi og samfélag.