Hvað er sjálfbærni?

Sjálfbær þróun uppfyllir þarfir samtímans án þess að tefla í tvísýnu möguleikum komandi kynslóða til að mæta eigin þörfum. Hugtakið „sjálfbærni“ kemur frá Heimsnefnd Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál og þróun sem var fyrst skilgreind árið 1987.  Með sjálfbærri þróun er lögð áhersla á umhverfislegar, efnahagslegar og félagslegar aðstæður og reynt að leita jafnvægis milli þessara þriggja þátta.

Skilgreiningin á sjálfbærni “sustainable” gengur meðal annars út á samfélagsleg gildi þess að rækta matvæli sem bæta lífsgæði íbúa með jákvæð efnahagsleg áhrif og litlum áhrifum á umhverfið eða nátttúru landsins.

Laxeldi á Íslandi hefur það að markmiði að hafa umhverfislegar, efnahagslegar og félagslegar aðstæður að leiðarljósi í framtíðarþróun á sjálfbærni laxeldis sem nú þegar hefur staðfest gildi sín sem kjölfesta í samfélagslegri uppbyggingu á Íslandi. Hér hefur tekist að skapa gæða afurðir við einstakar aðstæður á uppbyggingu greinarinnar. Íslandslaxinn er viðurkenndur og vottaður sem fyrsta flokks afurð m.a. af verslunarkeðjum og veitingastöðum sem á heimsmælikvarða gera meiri kröfur um sjálbærar afurðir en almennt tíðkast.

Sjálfbærni, umhverfismál og laxeldi

Stærstu áskoranir okkar í umhverfismálum í laxeldisiðnaðinum í dag eru annars vegar að vanda alla umgjörð laxeldisins með háþróuðum kvíum sem eru undir skipulögðu eftirliti í þeim tilgangi að gera allt til að koma í veg fyrir að fiskur sleppi úr kvíunum. Hin stóra áskorunin er að koma í veg fyrir útbreiðslu laxalúsar og bregðast gegn fjölgun lúsur með viðeigandi aðgerðum í góðri sátt við umhverfið.

Sjálfbærni, efnahagslegar og félagslegar aðstæður

Norsk rannsókn sýnir fram á að starfsemi sem tengist laxeldi hefur jákvæð áhrif á samfélög þar sem laxeldi á sér stað og hagkerfi þeirra þrátt fyrir nokkrar sveiflur í virðissköpun hafi hingað til verið einkennandi fyrir greinina.  Skýrsla Byggðarstofnunnar (sjá viðhengi) um byggðaleg áhrif laxeldis á Íslandi frá því í ágúst 2017 staðfestir þau jákvæðu áhrif sem uppbygging á laxeld mun hafa á byggðir landsins til framtíðar.  Þar segir m.a. “Gangi fyrirætlanir fiskeldisfyrirtækja eftir þó ekki væri nema að hluta til munu áhrif á þær byggðir þar sem eldið nær sér á strik verða veruleg. Þar sem ekki liggur fyrir hvaða leyfi verða veitt og hversu stór þau verða er mjög erfitt að meta hversu mikil áhrif sjókvíaeldið kemur til með að hafa á einstakar byggðir.”

Fiskeldi er samheiti yfir enska orðið aquaculture. Fiskeldi er vaxandi ræktun um víða veröld enda þekur sjórinn 70% af yfirborði jarðar en megnið af matvælum og þeirri næringu sem framleiddar eru fyrir íbúa jarðarinnar er á landi sem þekur aðeins 30% jarðarinnar.  Sameinuðu þjóðirnar leggja aukna áherslu á fiskeldi í þeim tilgangi að mæta gríðarlegri mannfjölgun á næstu áratugum og þeirri fæðuþörf sem hún skapar. Markmiðið er að eyða allri hungursneyð fyrir árið 2030. Við strendur Íslands eru víða góðar aðstæður til fiskeldis og hefur landið verið skilgreint sem eitt af bestu svæðum heims til laxaræktunnar meðal annars vegna hitastigs sjávar við strendur landsins. Nágrannar okkar Norðmenn, Færeyingar, Skotar, Írar og Kanadamenn hafa allir þróað umfangsmikið laxeldi síðustu áratugi og fundið leið til að byggja upp laxeldi í góðri sátt við umhverfi og samfélag.

Fiskneysla hefur aukist mikið í heiminum hefur verið gengið hart á ýmsar tegundir og víða blasir við vandi ofveiða síðustu áratuga. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að fiskeldi er vaxandi grein sem hefur þróast hratt. Vegna mikilvægi búskapsins hafa orðið byltingakenndar breytingar á þróun búnaðar og tekist hefur að þróa aðferðir til minnka líkur á sjúkdómum og sporna við útbreiðslu þeirra.

                            Þróun fiskneyslu í heiminum

Menn hafa alið vatnadýr frá örófi alda, þar með talið fiska, lindýr, krabbadýr og plöntur. Árið 2006 var heildarframleiðsla í heiminum (veiddur afli og ræktaður, að plöntum undanskildum) um 140 milljón tonn, og þar af stendur fiskeldi undir um 35% framleiðslunnar. Ef aðeins er skoðaður sá hluti  sem fer beint til manneldis, breytist  hlutfallið í hátt í 50%.

Mikil aukning hefur átt sér stað í fiskeldi í heiminum og eru eldisafurðir nú algengar og áberandi á alþjóðlegum mörkuðum. Eldisafurðir eru í beinni samkeppni við afurðir frá hefðbundnum fiskveiðum. Fiskeldi skapar nú stærra hlutfall sjávarafurða en veiðar á villtum fiskitegundum. Flest bendir til þess að þróun fiskieldis muni aukast áfram og hlutfall ræktaðra sjávarafurða verði 70 prósent af markaðnum árið 2030.

Megnið af fæðu jarðar eru ræktuð landdýr; kjúklingar, svín og klaufdýr. Aðeins 4% af framleiddum matvælum kemur úr sjónum sem þekur 70% af yfirborði jarðar. Mikilvægt framtíðarmarkmið er að nýta sjóinn betur sem ræktunarsvæði til að mæta þeirri gríðarlegu fólksfjölgun sem framundan er.