Sleppifiskur

Markmiðið er að enginn fiskur sleppi

Í laxeldinu hafa metnaðarfull markmið verið skilgreind sem fela í sér að enginn fiskur á að sleppa úr þeim háþróuðu nútíma kvíum sem notaðar eru til laxeldis á Íslandi í dag. Sleppifiskur verður áfram áskorun fyrir iðnaðinn. Margar ástæður geta orðið til þess að fiskur sleppi. Því er mikilvægt með öllum tiltækum ráðum að haga eftirliti í kvíum þannig að öryggi þeirra sé tryggt.

Þar sem fiskur hefur sloppið er oftast um mannleg mistök að kenna, röng notkun tækja eða þegar bátar hefur valdið skemmdum á netum kvía.

Fárviðri getur einnig valdið því að búnaður bilar og fiskar sleppa þar af leiðandi. Samkvæmt reglum eiga stöðvarnar að vera þannig útbúnar að þær eigi að standa reglulega storma í allt að hálfa öld. Auk daglegs eftirlits í gegnum myndavélabúnað í kvíum er reglulega kafað ofan í og kringum laxakvíar til að tryggja öryggi þeirra.

Ákveðnar kröfur eru gerðar um vottun á búnaði og athuganir þriðju aðila á landfestum og stöðvum. Notkun á illa frágengnum ræsum er algengasta undankomuleiðin. Almenn krafa hér á landi er um tvöfalt öryggi á ræsum til að tryggja hámarks öryggi kvía.

Hvers vegna eru sleppifiskar vandamál?

Vandinn við að eldislaxar sleppi felst í að þeir gætu hrygnt samhliða villilöxum og haft þannig áhrif á villta laxastofna. Af þessum ástæðum hefur í Noregi verið fjárfest mjög mikið á síðustu 10–15 árum í þróun á búnaði og til að koma í veg fyrir að fiskar sleppi. Því fer fjarri að íslenskum laxi stafi bráð hætta af genamengun við hugsanlegar slysasleppingar.

Mikilvægt er að allar fiskeldisstöðvar beini sjónum sínum að sleppingum í öllu daglegu starfi sínu og viðhaldi hámarks öryggi í ræktun sinni. Sleppifiskur skaðar eldið og hefur neikvæðáhrif á orðspor og vinnuskilyrði greinarinnar. Markmiðið er að gæta að daglegu öryggi fisksins og þeim búnaði sem kemur í veg fyrir að fiskurinn geti sloppið úr kvínni.

Hver er lausnin?

Sú krafa er gerð að allar fiskeldisstöðvar hafi eftirlit daglegt eftirlit með fiskeldinu. Í opinberum reglum um starfsemi fiskeldis kemur fram að stjórnendum beri skylda til að búa yfir nauðsynlegri þekkingu til að koma í veg fyrir, skynja og takmarka sleppingar. Þess er einnig krafist að til sé uppfærð áætlun sem felur meðal annars í sér yfirlit yfir hvernig eigi á skilvirkan hátt að skynja, takmarka og veiða fisk sem sloppið hefur.

Áhættumöt eru framkvæmd til að takmarka hættu á sleppingum og leggja þau grunn að kerfisbundnum ráðstöfunum. Aðlaga verður möskvastærð neta til að veiða fiska til að ganga úr skugga um að þeir komist ekki í gegnum netin. Einnig eru netin athuguð reglulega, bæði fyrir aðgerð og á meðan henni stendur.

Opinberar tölur um sleppingar

Lögboðið er að greina yfirvöldum frá öllum tilvikum sleppifisks.