Umhverfisvænt laxeldi

Laxaeldi er umhverfisvænni ræktun en annar matvælabúskapur sé litið til kolefnisbrennslu á hvert ræktað kíló og þörfina fyrir notkun ferskvatns við framleiðsluna. Hvert nýtilegt kíló af ræktuðum laxi inniheldur meira prótein en ræktuð landdýr auk þess sem ætilegt hlutfall er margfalt meiri á laxi en nokkru landdýri eða um 61 kg á hvert 100 kíló sem ræktað er.

Laxeldi losar minni koltvísýring en kjötframleiðsla. Árið 2009 rannsakaði SINTEF í Noregi (Fiskeri og havbruk), Vísinda- og tækniháskóli Noregs (NTNU) og Stofnun matvæla- og líftækni (núna SP Food and Bioscience) kolefnisspor 22 norskra framleiðenda á sjávarafurðum. 

Kolefnissporið

Kolefnisspor fela í sér bæði beina og óbeina losun gróðurhúsalofttegunda sem tengjast framleiðslunni. Afurðirnar voru rannsakaðar í öllu ferlinu, allt til heildsalans. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar fengust 2,5 jafngildiseiningar koltvísýrings af 1 kílógrammi af flaki eldislax.

Kolefnissporið fyrir laxeldi er mun lægra en fyrir nautgriparækt sem losar 30 jafngildiseiningar koltvísýrings á hvert kílógramm og svínakjöt losar 5,9 jafngildiseiningar. Mesta losun koltvísýrings þegar kemur að laxeldi tengist framleiðslu fiskifóðurs og er laxeldið sjálft því umhverfisvænasta próteinframleiðsla til manneldis sem á sér stað í öllum matvælaiðnaði.

– Orkunýting fóðurs er 50% betri í laxieldi en kjúklinga eða svínaræktun . Aðeins þarf að meðaltali 1,3 kg af fiskmeti úr sjó til að framleiða hvert kg af laxi. Fjölómettaðar fitusýrur (EPA, DHA) frá þörungum mun gera laxeldi óháð veiðum í framtíðinni. Á íslensk tún er árlega borin 12-15.000 tonn af köfnunarefnum í formi tilbúins áburðar. Það samsvarar úrgangsefnum frá 300.000 tonna framleiðslu af laxi.

Kolefnisútblástur á hver kíló framleitt er 10 sinnum minni í laxeldi en nautgripaeldi.

Orkunýting fóðurs er 50% betri í laxeldi en í kjúklinga- og svínaræktun . Aðeins þarf að meðaltali 1,3 kg af fiskmeti úr sjó til að framleiða hvert kg af laxi. Fjölómettaðar fitusýrur (EPA, DHA) frá þörungum mun gera laxeldi óháð veiðum í framtíðinni. Á íslensk tún er árlega borin 12-15.000 tonn af köfnunarefni í formi tilbúins áburðar. Það samsvarar úrgangsefnum frá 300.000 tonna framleiðslu af laxi.

 

  • Megnið af fæðu jarðar eru ræktuð landdýr; kjúklingur, svín og klaufdýr.
  • Aðeins 4% af framleiddum matvælum kemur úr sjó eða vötnum sem þekja 70% af yfirborði jarðar.
  • Mikilvægt framtíðarmarkmið að nýta hafið betur sem ræktunarsvæði til að mæta þeirri gríðarlegu fólksfjölgun sem framundan er.
  • Aukinn fiskneysla vegna mikillar meðvitundar um hollustu fiskmetis ekki síst laxfiska sem talin er einhver hollastu matvæli sem í boði er.
  • Laxaræktun er umhverfisvænni ræktun en annar matvælabúskapur sé litið til kolefnisbrennslu á hvert ræktað kíló og þörfina fyrir notkun ferskvatns við framleiðsluna.
  • Hvert nýtilegt kíló af ræktuðum laxi inniheldur meira prótein en ræktuð landdýr auk þess sem ætilegt hlutfall er margfalt meiri á laxi en nokkru landdýri eða um 61 kg á hvert 100 kíló sem ræktað er.

Náttúran

Árið 2004 var stórum hluta af strandlengju Íslands lokað fyrir sjókvíaeldi. Þar með var tryggt að allar helstu laxveiðiár væru í tugi og hundruði kílómetra fjarlægð frá fyrirhuguðum eldissvæðum. Á þeim svæðum sem opin eru til sjókvíaeldis þarf að liggja fyrir burðarþolsmat, áhættumat og staðarútekt áður en mögulegt er að hefja fiskeldi. Burðaþolsmat segir til um hversu mikið magn af fiski má rækta árlega á hverju eldissvæði (yfirleitt einum firði) án þess að hafa langvarandi áhrif á botndýralíf. Áhættumat segir til um hversu mikið af laxi er hægt að rækta á tilteknu svæði án þess að taka of mikla áhættu gagnvart villtum laxastofnum. Staðarútekt segir til um hversu mikið af lífmassa má rækta á einum eldisstað (Yfirleitt eru nokkrir eldisstaðir innan hvers eldissvæðis) án þess að hafa langvarandi áhrif á botndýralíf og botngróður.

Þegar eldi er hafið er byrjað að vakta lífríkið undir og við hvern eldisstað. Sýni eru tekin með reglulegum hætti og ef uppsöfnun verður mikil þarf að draga úr eða hætta eldi á því svæði.

Myndin sýnir lítið hlutfall sjávarafurða úr ræktun í hlutfalli við kjöt af landdýrum á heimsmarkaði.